Dagsferð um Reykjanes / Suðurnes á föstudag 24. ágúst – brottför kl. 9.00

Dagsferð um Reykjanesið / Suðurnes.
Verð kr 11000 pr. mann allt innifalið. Bókun á feb@feb.is / síma 5882111· Lagt af stað frá Stangarhyl kl. 9.00 og haldið til Víkingaheima. Skoðum víkingaskipið „Íslending“ sem er endurgerð Gauksstaða skipsins. Á safninu bíður okkar kaffi og kleina
· Næsta stopp er á Garðskaga við vitanna og erum komin þangað ca kl 11.15 og við kíkjum á Sjóminjasafnið á Garðskaga
· Hádegisverður á Vitanum í Sandgerði. Boðið er uppá hlaðborð
· Eftir hádegisverðinn er svo farið í Hvalneskirkju
· Því næst er stansað við Brúna milli heimsálfanna
· Reykjanesviti er svo á dagskránni en þar var fyrsti vitinn á Íslandi reistur árið 1878 og tekinn í notkun sama ár 1. desember
· Gunnuhver er einstakur staður og þar stönsum við og skoðum
· Að lokum stönsum við í Saltfisksetrinu Grindavík og fáum okkur kaffi áður en lagt er af stað til Reykjavíkur. Verð: 11000 pr, mann allt innifalið.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *