Bókmenntahópur FEB. 28.11. 2019

Síðasti tíminn fyrir jól verður fimmtudaginn 28. nóv. kl. 13:00 – 15:00. Þá verður lokið við að lesa og ræða bók Bergsveins Birgissonar, Lifandilífslækur.
Kl. 14:00 fáum við höfundinn í heimsókn. Hann ætlar að spjalla um bókina og baksvið hennar og svara spurningum sem hópurinn kann að hafa. Endilega notfærið ykkur tækifærið til að kynnast hugarheimi Bergsveins og heyra hvað hann hefur að segja um þetta áhugaverða verk sitt. Umræðum stýrir Jónína Guðmundsdóttir.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *