Aðgerðaráætlun í málefnum eldri borgara samþykkt hjá Reykjavíkurborg

Ný stefna í málefnum eldri borgara, Aldursvæn og heilsueflandi borg, var samþykkt í borgarstjórn í mars 2018 og í kjölfarið var velferðarsviði falið að útbúa nýja aðgerðaáætlun á grundvelli hennar, sem sér nú dagsins ljós. Í aðgerðaráætlun er lögð áhersla á lífsgæði eldri borgara og gera þeim kleift að búa sem lengst á eigin heimili. Áætlunin er jafnréttisskimuð og aðgerðir eru skoðaðar með hliðsjón af eldri borgurum af öllum kynjum.
Með aðgerðum á að auka verulega þjónustu við eldri borgara og upplýsingaflæði til þeirra. Þetta er m.a. gert með sérhæfðum þjónustufulltrúa, aukinni miðlun og útgáfu.
Auka á virkni fólks og hvetja til meiri þátttöku í félagsstarfi, útiveru, menningu og heilsueflingu. Tryggja á rétta næringu til eldri borgara með næringarráðgjöf,  og skima sérstaklega eftir næringarástandi fólks.
Sett verður á laggirnar sérstakt þverfaglegt teymi sem þjónustar heilabilaða. Í samvinnu við ríkið er stefnt að því að fjölga sérhæfðum og almennum dagdvölum. Einnig á að auka félagslegan stuðning heima til þess að koma í veg fyrir eða seinka flutningi á hjúkrunarheimili. Aukin heldur verður meiri sérhæfð þjónusta veitt eldri borgurum sem þurfa á aðstoð að halda í heimahúsum.
Að lokum verður lögð áhersla á auka notendasamráð m.a. með því að komast að því hvað eldri borgarar telja að íbúðahverfi þurfi að innihalda til að hámarka lífsgæði þeirra sem íbúa.
Aðgerðinar koma til framkvæmda á næstu þremur árum en þær eru allar  kostnaðarmetnar og tengdar  fjárveitingum. Skrifstofa öldrunar- og húsnæðismála á velferðarsviði ber yfirábyrgð á innleiðingu stefnunnar, árangursmati samkvæmt mælikvörðum og endurskoðun hennar.
Aðgerðaráætlun með stefnu í málefnum eldri borgara
Stefna í málefnum eldri borgara 2018-2022
 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *