Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni verður haldinn fimmtudaginn 12. mars 2020, kl. 14:00 í Ásgarði, Stangarhyl 4, Reykjavík.

Dagskrá fundarins verður samkvæmt lögum félagsins sem hér segir:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Lögð fram skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu ári
3. Lagðir fram ársreikningar félagsins
4. Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikning
5. Lagabreytingar
6. Kosning formanns, aðal- og varamanna í stjórn og skoðunarmanna ársreikninga
7. Afgreiðsla tillagna og erinda
8. Ákvörðun um árgjald félagsmanna árið 2020
9. Afgreiðsla tillögu um árgjald til LEB
10. Önnur mál
Tillögur og erindi sem leggja á fyrir fundinn skulu hafa borist stjórn félagsinns skriflega minnst einni viku fyrir aðalfund.
Tillögur uppstillingarnefndar um fólk í stjórn munu liggja frammi á skrifstofu félagsins í fjórar vikur fyrir aðalfundinn, þ.e. frá og með 13. febrúar. Aðrar tillögur um einstaka menn til stjórnarkjörs skulu hafa borist uppstillingarnefnd eða skrifstofu félagsins fyrir 27. febrúar.
Fram eru komnar nokkrar tillögur að breytingum á lögum félagsins, og liggja þær frammi á skrifstofunni. Samkvæmt lögum félagsins ber að halda sérstakan kynningarfund um lagabreytingartillögur minnst tveimur vikum fyrir aðalfund og verður hann haldinn að Stangarhyl 4, fimmtudaginn 20. febrúar kl. 15:30.
Stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *