Aðalfundi FEB frestað

Á stjórnarfundi FEB mánudaginn 9. mars var ákveðið að fresta aðalfundi Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni sem vera átti fimmtudaginn 12. mars um óákveðinn tíma þar sem Almannavarnir hafa uppfært hættustig upp í neyðarstig vegna COVID-19 veirunnar. Athygli hefur verið vakin á því að eldri borgarar og fólk með undirliggjandi sjúkdóma sé sérstakur hópur sem þarf að huga vel að í þessu sambandi.  Því var ekki talið forsvaranlegt að halda aðalfund félagsins undir þessum kringumstæðum.
 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *