Nýjung í hreyfiframboði hjá FEB

Ballet Fitness fyrir 60+
Þann 15. ágúst ætlar FEB að bjóða upp á 8 vikna námskeið í Ballet Fitness sem er nútíma útgáfa af klassískri ballet þjálfun. Ballet Fitness bætir og styrkir stoðkerfið, byggir upp styrk í kviðvöðvum og mjóbaki, þjálfar jafnvægið, tónar vöðvana, bætir líkamsstöðu og mótar líkamann. Æft er með klassískri og nútíma tónlist.
Ef þú ert að leita að öðruvísi æfingakerfi, ert með nostalgíu fyrir ballett sem þú stundaðir á yngri árum eða vilt finna nýtt listform til að tjá þig í gegnum, þá muntu elska Ballet Fitness æfingakerfið.

Hægt er að mæta á æfingar í ballet fötum eða venjulegum æfingafötum og ballet skóm (ekki táskóm) eða stjörnu/jóga sokkum. Kennarinn eru hin eina sanna Tanya Svavarsdóttir sem  hefur stundað ballet frá þriggja ára aldri og er með kennsluréttindi í Ballet Fitness frá London.

Uppbygging námskeiðs: Tvisvar sinnum í viku á þriðju- og fimmtud. kl. 11:15-12:00 í 8 vikur hvert námskeið,
Verð: 18.900 kr.

Skráning fer fram á skrifstofu FEB, í gegnum síma 588 2111 eða með því að senda póst á netfangið feb@feb.is.