Category Archives: Fréttir

FEB vorferðir í Reykjavík

Einu sinni í viku fram í júní, bjóðum við uppá áhugaverðar skoðunarferðir á höfuðborgarsvæðinu með leiðsögn. Ferðirnar eru félagsmönnum að kostnaðarlausu fyrir utan fargjald með ferju út í Viðey og ef til vill aðgangseyrir að safni/söfnum. Því miður verður ekki hægt að mæta óskráður í ferðirnar þar sem við verðum að virða fjöldatakmarkanir sem eru…

Fréttir af Göngu-Hrólfum

Alla miðvikudaga kl. 10 frá september til maí, hittist hópur af vösku göngufólki hér hjá okkur í Stangarhyl 4 og leggur í klukkutíma göngu. Hlé þurfti að gera á þessu síðustu vikur vegna COVID-19 ástandsins. Nú er hins vegar farið að birta til og næsta ganga verður héðan frá Stangarhylnum miðvikudaginn 13. maí. Göngu-Hrólfar er …

Mál Gráa hersins gegn íslenska ríkinu þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 

27.04.2020 Þrír félagar úr Gráa hernum, baráttuhópi eldra fólks um lífeyrismál, hafa að beiðni og fyrir hönd samtakanna  höfðað mál á hendur Tryggingastofnun f.h. íslenska ríkisins vegna skerðinga stofnunarinnar á ellilífeyri og heimilisuppbót á móti greiðslum frá lífeyrissjóðum. Málshöfðunin er reist á því sjónarmiði að með skerðingu opinberra lífeyrisgreiðslna  í hlutfalli við réttindi, sem ellilífeyristakar…

Ný og glæsileg afsláttarbók

Nú er afsláttarbókin 2020 komin út og er aðgengileg hér ofar á síðunni undir „Afsláttarbók“. Afsláttarbókin er einnig farin í póst eða er í dreifingu til þeirra félagsmanna sem greitt hafa félagsgjöldin 2020. Við erum afar þakklát þeim fyrirtækjum sem veita afslátt og hvetjum félagsmenn til að nýta sér þessi góðu kjör.