Aðalfundi FEB frestað til 29. apríl 2021

Á stjórnarfundi Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB), fimmtudaginn 8. apríl 2021 var ákveðið að fresta aðalfundi félagsins sem til stóð að halda þann 15. apríl n.k. Þetta er gert í ljósi þeirra samkomutakmarkanna sem í gildi eru sökum COVID faraldursins.
Stefnt er að því að halda aðalfund FEB fimmtudaginn 29. apríl kl. 13:00.
Fundarstaður verður auglýstur síðar

Stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni