Bestu óskir um gleðilegt nýtt ár

Kæru félagsmenn.
Við byrjum nýtt ár með von í brjósti um bjarta framtíð og viljum minna ykkur á þau námskeið sem hefjast aftur nú í janúar í gegnum fjarvinnsluforritið ZOOM og í sal ef aðstæður leyfa. Um er að ræða Íslendingasögunámskeið sem byrjar þann 15. janúar þar sem teknar verða fyrir sögurnar Bárðar saga Snæfellsáss og Þórðar saga hreðu. Einnig mun bókmenntahópurinn koma saman á ZOOM-fundi þann 14. janúar þar sem bókin Þegar kóngur kom verður rædd. Nýtt bókmenntanámskeið mun síðan hefjast í lok janúar. Önnur námskeið hefjast aftur um leið og sóttvarnarreglur stjórnvalda verða rýmkaðar eða þegar við náum að nýta okkur fjarvinnslutæknina enn frekar. Við erum í því að leita lausna og vinna úr nýjum hugmyndum.

Skráning námskeiða fer fram á skrifstofu FEB, í gegnum síma 588 2111 eða með því að senda okkur póst á netfangið feb@feb.is

Myndin sem fylgir frétt er tekin nú á nýju ári af Gönguhrólfunum okkar