Ferðalög

Mikilvægur hluti í starfsemi FEB er að bjóða félagsmönnum uppá skemmtilegar, fróðlegar og hagstæðar ferðir bæði innan- og utanlands. Um er að ræða styttri eða lengri ferðir og jafnvel bara hluta úr degi ef svo ber undir. Markmið félagsins er að bjóða upp á nýja áfangastaði ár hvert. Félagið er með Ferðaskrifstofuleyfi og getur því þjónusta félagsmenn áfram á þessari braut í framtíðinni.

Því miður hefur COVID-19 sett strik í reikninginn nú árið 2020 og hefur félagið því ekki getað boðið upp á ferðir erlendis þetta árið. En við erum bjartsýn og vonumst til að úr rætist á nýju ári.

FEB Ferðir- þessar einu sönnu.
Bókanir á feb@feb.is eða í síma 588 2111.

Innanlandsferðir

Utanlandsferðir