InnanlaNdsferðir
Hinar einu og sönnu FEB-innanlandsferðir árið 2023
Í ár býður félagið upp á fjölbreyttar innanlandsferðir líkt og undanfarin ár. Farið verður á nýjar slóðir í bland við þær hefðbundnu. Stærsta nýjungin í ár er þriggja daga ferð á sunnanverða Vestfirði með viðkomu í Flatey. Einnig ætla FEB-ferðir að bjóða upp á nýja tveggja daga hálendisferð í Kerlingafjöll og Hveradali. Við erum að vinna í fleiri ferðum en helsta ögrun FEB-ferða þetta árið er að bóka gistirými innanlands þar sem Ísland er löngu orðið nær upppantað. Ef úr rætist munum við auglýsa enn fleiri FEB-ferðir þegar líða tekur á vorið.
MAÍ
Njáluslóðir Suðurland (17. maí)
Dagsferð þar sem Guðni Ágústsson leiðir okkur á slóðir Hallgerðar Langbrókar og Njálsbrennu. Lagt er af stað úr Stangarhyl kl 9:00 með fyrsta viðkomustað á Selfossi og svo næst í Laugardælakirkju austan við Selfoss. Þar verður sagt frá Bobby Fischer. Þaðan verður haldið að Odda á Rangárvöllum, áður en komið er í Hótel Fljótshlíð í Smáratúni, þar sem litast verður um og snædd kjötsúpa. Ekið að Hlíðarenda og yfir í Gunnarshólma þar sem Gunnar sneri aftur. Þá liggur leiðin suður að Bergþórshvoli áður en haldið verður til Reykjavíkur.
Fararstjóri: Guðni Ágústsson
Brottför og tími: Stangarhylur 4, kl. 9:00
Verð: 18.000 kr. (2.000 krónur bætast við ef farþegi er utanfélagsmaður).
Heilsað upp á Þingeyinga (24. til 25. maí) – Féll niður vegna veðurs
Vorferð FEB-ferða norður í land er í Þingeyjarsýslur. Flogið beint til Húsavíkur, og haldið þaðan austur í Ásbyrgi og suður nýja Dettifossveginn með viðkomu á helstu stöðum þar um slóðir og suður í Mývatnssveit. Gist á Sel hóteli við Skútustaðagíga. Morguninn eftir er farið vítt og breitt um Mývatnssveit og byrjað í Dimmuborgum. Eftir hádegishressingu er haldið í Fuglasafn Sigurgeirs og þaðan liggur leiðin yfir Mývatnsheiði að Goðafossi. Síðan höldum aftur í norðurátt og komum við á ýmsum stöðum, áður en flogið er aftur til Reykjavíkur frá Aðaldalsflugvelli.
Innifalið er flug, rúta, fararstjórn, gisting, matur og aðgangseyrir að söfnum ef það á við.
Fararstjóri: Kári Jónasson
Brottför og tími: Reykjavíkurflugvöllur, brottför 8:05 – mæting 45 mín. fyrir
Verð: 95.000 kr. á mann m.v. gistingu í 2 manna herbergi en 103.000 kr. ef gist er í einbýli (5.000 kr. bætast við ef farþegi er utanfélagsmaður).
JÚNÍ
Vestmannaeyjar (8. júní)
FEB ferðin til Vestmannaeyja þetta árið verður fimmtudaginn 8. júní með brottför frá Stangahyl kl. 8:00. Ekið sem leið liggur austur fyrir Fjall og í Landeyjahöfn, þar sem Herjólfur bíður okkar, og ferjar bæði rútu og hópinn yfir til Eyja. Þar byrjum við á að aka inn út á Eiðið áður en við fáum hádegisverð á Tanganum. Maturinn er innifalinn í verði ferðar. Eftir hádegi liggur leiðin m.a.í Herjólfsdal út á Stórhöfða, um „nýja hraunið“ og Skansinn, áður en við förum í Eldheima og kynnum okkur afleiðingar Heimaeyjargossins í janúar 1973. Þaðan fer svo hópurinn aftur um borð í Herjólf og kemur til Reykjavíkur um áttaleitið ef allar áætlanir standast.
Leiðsögumenn: Kári Jónasson og Gerður G. Sigurðardóttir.
Brottför og tími: Stangarhylur 4, kl. 8:00
Verð: 21.000 kr. (2.000 krónur bætast við ef farþegi er utanfélagsmaður).
Dagsferð á Suðurnesin (15. júní)
Brottför frá Stangarhyl 4 er kl. 9:00. Keyrt er framhjá Kapellunni í Straumsvík en síðan liggur leiðin um Vatnsleysuströnd til Keflavíkur þar sem skoðaðir eru áhugaverðir staðir. Stoppað í safninu í Garði og hádegismatur snæddur í framhaldinu. Þá er ferðinni heitið m.a. í Hvalsneskirkju, Hafnir, Reykjanes og Gunnuhver. Stoppað í Grindavík þar sem boði verður upp á kaffi og með því. Áætluð heimkoma er um kl. 18.00.
Leiðsögumaður: Guðrún Eyjólfsdóttir
Brottför og tími: Stangarhylur 4, kl. 9:00
Verð: 16.000 kr. (2.000 krónur bætast við ef farþegi er utanfélagsmaður).
Um sunnanverða Vestfirði með viðkomu í Flatey (29. júní – 1. júlí)
Helsta nýjung FEB-ferða í ár er ferð um sunnanverða Vestfirði og í Flatey dagana 29. júní til 1. júlí. Lagt af stað úr Stangarhyl klukkan 9:00 og ekið sem leið liggur að Leifsbúð Búðardal. Þar kynnumst við sögunni og fáum hádegishressingu. Höldum síðan áleiðis í Flókalund með viðkomu á ýmsum stöðum á leiðinni. Frá Flókalundi, þar sem gist verður í tvær nætur, förum við að Dynjanda við Arnarfjörð. Þá liggur leiðin um þéttbýlisstaðina á sunnanverðum Vestfjörðum, Bíldudal, Tálknafjörð, Patreksfjörð og út á Látrabjarg undir leiðsögn staðkunnugra. Síðasta daginn heldur hópurinn að Brjánslæk og um borð í Breiðafjarðarferjuna Baldur til Flateyjar. Þar verður viðdvöl í nokkra tíma milli ferða og síðan siglt til Stykkishólms þaðan sem ekið verður til Reykjavíkur um kvöldið. Áætluð heimkoma um miðnætti.
Fararstjóri: Kári Jónasson
Brottför og tími: Stangarhylur 4, kl. 9:00
Verð: 100.000 kr. á mann m.v. gistingu í 2 manna herbergi en 106.000 kr. ef gist er í einbýli (5.000 kr. bætast við ef farþegi er utanfélagsmaður).
JÚLÍ
Suðurland (6. júlí)
Lagt af stað úr Stangarhyl kl 8:00. Ekið austur um Þrengslin til Hellu þar sem hellarnir við Ægissíðu verða heimsóttir. Í hellunum má t.d. finna stórmerka krossa, gamlar veggjaristur, myndir, syllur og innhöggvin sæti. Leyndardómur umlykur hellana og öldum saman hefur fólk velt fyrir sér hvort hellarnir séu gerðir af pöpum og hve gamlir þeir séu. Þá verður ekið til Flúða þar sem boðið verður upp á gómsæta sveppasúpu með heimabökuðu brauði. Flúðasveppir verða heimsóttir og við fáum kynningu á ræktuninni. Nú liggur leiðin til Skálholts sem er einn mesti sögustaður Íslands og biskupssetur síðan 1056. Þaðan verður ferðinni heitið að Laugarvatni þar sem við fáum kynningu á hverabrauðsgerð, rúgbrauðssneið með reyktum silungi og kaffi verður að sjálfsögðu í boði. Ekið um Lyngdalsheiði og stoppað á Þingvöllum áður en haldið verður til baka til Reykjavíkur.
Fararstjóri: Valdimar Bragason
Brottför og tími: Stangarhylur 4, kl. 8:00
Verð: 23.000 kr. (2.000 krónur bætast við ef farþegi er utanfélagsmaður).
Fjallabaksleið nyrðri, Landmannalaugar og um Vík (12. júlí)
Enn á ný efna FEB-ferðir til ferðar um Fjallabaksleið nyrðri miðvikudaginn 12. júlí kl. 8:30 . Fyrsti viðkomustaður er Þjóðveldisbærinn í Þjórsárdal. Þaðan verður ekið rakleiðis inn í Landmannalaugar, þar sem gestir taka upp nesti sitt og skoða sig um. Þá verður haldið um Jökuldali og Eldgjá í Hólaskjól. Síðan niður Skaftártungur og að Hótel Dyrhólaey þar sem kvöldmatur bíður ferðalanga áður en haldið verður til Reykjavíkur. Þetta er nokkuð löng ferð og ekið um hálendisvegi yfir ár og læki. Þetta er ekki mikil gönguferð en þátttakendur þurfa að vel búnir fyrir hálendisferð.
Fararstjóri:Kári Jónasson
Brottför og tími: Stangarhylur 4, kl. 8:30
Verð: 23.000 kr. (2.000 krónur bætast við ef farþegi er utanfélagsmaður).
Njáluslóðir Suðurland (18. júlí)
Dagsferð þar sem Guðni Ágústsson leiðir okkur á slóðir Hallgerðar Langbrókar og Njálsbrennu. Lagt er af stað úr Stangarhyl kl. 9:00 með fyrsta viðkomustað á Selfossi og svo næst í Laugardælakirkju austan við Selfoss. Þar verður sagt frá Bobby Fischer. Þaðan verður haldið að Odda á Rangárvöllum, áður en komið er í Hótel Fljótshlíð í Smáratúni, þar sem litast verður um og snædd kjötsúpa. Ekið að Hlíðarenda og yfir í Gunnarshólma þar sem Gunnar sneri aftur. Þá liggur leiðin suður að Bergþórshvoli áður en haldið verður til Reykjavíkur.
Fararstjóri: Guðni Ágústsson
Brottför og tími: Stangarhylur 4, kl. 9:00
Verð: 18.000 kr. (2.000 krónur bætast við ef farþegi er utanfélagsmaður).
ÁGÚST
Kerlingafjöll og Hveradalir (18. til 19. ágúst)
Önnur nýjung ársins er hálendisferð í Kerlingarfjöll og inn á Hveravelli dagana 18. og 19. ágúst. Lagt af stað úr Stangarhyl kl. 9:00 að morgni og ekið sem leið liggur að Gullfossi og þaðan í Kerlingarfjöll þar sem gist verður eina nótt. Farið í gönguferð um Hveradali þar sem við blasir mikil litadýrð og bullandi hverir. Þátttakendur þurfa að vera vel útbúnir til gönguferða og vanir göngu í umhverfi sem þessu. Þarna er gengið upp og niður göngustíga sem hafa verið lagðir á undanförnum árum.Daginn eftir liggur leiðin inn að Hveravöllum, gengið um hverasvæðið, og kíkt m.a á dvalarstað Eyvindar og Höllu, frægasta útilegufólks Íslandssögunnar. Síðan verður haldið suður á bóginn á ný með viðkomu á Geysi.
Fararstjóri: Kári Jónasson
Brottför og tími: Stangarhylur 4, kl. 9:00
Verð: 72.000 kr. á mann m.v. gistingu í 2 manna herbergi – einungis tvíbýli í boði (5.000 kr. bætast við ef farþegi er utanfélagsmaður).
SEPTEMBER
Heilsað upp á Þingeyinga – Demantshringurinn (1.til 2. sept.)
Flogið til Akureyrar klukkan 7:10 með Icelandair og þaðan ekið til Húsavíkur þar sem tekin verður skoðunarferð um staðinn. Þá er haldið fyrir Tjörnes í Ásbyrgi og gengið inn að Botnstjörn. Hádegishressing á Vegg. Haldið að Hljóðaklettum og þaðan suður að Dettifossi. Eftir skoðunarferð að fossinum er ekið að Hótel Seli í Mývatnssveit þar sem gist er um nóttina og snæddur kvöldverður. Daginn eftir eru nokkrar af perlum sveitarinnar skoðaðar og eftir hádegissnarl er haldið að Goðafossi. Að lokum liggur leiðin aftur til Akureyrar þar sem tekin verður skoðunarferð um bæinn áður en flogið er til Reykjavíkur klukkan 19:30.
Innifalið er flug, rúta, fararstjórn, gisting, matur og aðgangseyrir að söfnum ef það á við.
Fararstjóri: Kári Jónasson
Brottför og tími: Reykjavíkurflugvöllur, brottför 7:10 – mæting 45 mín. fyrir
Verð: 99.000 kr. á mann m.v. gistingu í 2 manna herbergi en 107.000 kr. ef gist er í einbýli (5.000 kr. bætast við ef farþegi er utanfélagsmaður).
Haustlitir í Borgarfirði (6. til 7. september)
Borgarfjarðarferðin í ár verður dagana 6. og 7.september með gistingu í Reykholti eina nótt. Lagt verður af stað úr Stangarhyl kl. 9:00 og ekið í Borgarnes þar sem höfð verður viðdvöl. Þaðan upp í Norðurárdal og gengið að fossinum Glanna fyrir neðan Bifröst. Hádegishressing og fróðleikur í Fossatúni hjá Steinari Berg. Þá er hellaskoðun í Víðgelmi með leiðsögumanni á dagskrá og síðan haldið á Fosshótel í Reykholti þar sem hópurinn gistir. Daginn eftir er skoðunarferð um staðinn, nýju kirkjuna og Snorralaug. Komið við hjá Deildartunguhver og hádegishressing í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Síðan liggur leiðin í Ullarsetrið á Hvanneyri, farið um Skorradal og komið við í Saurbæjarkirkju í Hvalfirði á heimleið.
Fararstjóri: Kári Jónasson
Brottför og tími: Stangarhylur 4, kl. 9:00
Verð: 62.000 kr. á mann m.v. gistingu í 2 manna herbergi en 74.000 kr. ef gist er í einbýli (5.000 kr. bætast við ef farþegi er utanfélagsmaður).
Njáluslóðir Suðurland (13. september)
Dagsferð þar sem Guðni Ágústsson leiðir okkur á slóðir Hallgerðar Langbrókar og Njálsbrennu. Lagt er af stað úr Stangarhyl kl. 9:00 með fyrsta viðkomustað á Selfossi og svo næst í Laugardælakirkju austan við Selfoss. Þar verður sagt frá Bobby Fischer. Þaðan verður haldið að Odda á Rangárvöllum, áður en komið er í Hótel Fljótshlíð í Smáratúni, þar sem litast verður um og snædd kjötsúpa. Ekið að Hlíðarenda og yfir í Gunnarshólma þar sem Gunnar sneri aftur. Þá liggur leiðin suður að Bergþórshvoli áður en haldið verður til Reykjavíkur.
Fararstjóri: Guðni Ágústsson
Brottför og tími: Stangarhylur 4, kl. 9:00
Verð: 18.000 kr. (2.000 krónur bætast við ef farþegi er utanfélagsmaður).
Upplýsingar um skráningar í ferðirnar eru veittar á skrifstofu FEB, í gegnum síma 588 2111 eða með því að senda póst á netfangið feb@feb.is
Athugið :
Félagið áskilur sér rétt til að fella niður einstakar ferðir vegna veðurs, ónógrar þátttöku eða af öðrum ástæðum.
Verð geta breyst m.v. breyttar forsendur þegar líða tekur á sumarið.