UtanlaNdsferðir
Hinar einu og sönnu FEB-ferðir árið 2022
Ákveðið hefur verið að endurtaka leikin frá því í fyrra og bjóða upp á hinar geysivinsælu FEB-aðventuferðir til Berlínar um mánaðarmótin nóv./des., í samvinnu við ferðaskrifstofuna Betri ferðir.
Fararstjóri: Lilja Hilmarsdóttir hjá Betri ferðum
Lengd ferðar: 4 nátta ferð
Dagsetningar: Ferð 1: 27. nóv. til 1. des.
Ferð 2: 4. til 8. des.
Um er að ræða tvær eins aðventuferðir með mismunandi dagsetningum þar sem gist verður á Park Inn á Alexanderplatz en á torginu er fallegur jólamarkaður. Í ferðunum er boðið upp á skoðunarferð um Berlín á áhugaverða og markverða staði og gönguferð á slóðir Stasi og kalda stríðsins sem og helfararinnar. Farin verður heilsdagsferð til vöggu barokktímans sjálfrar Dresden en þar varð fyrsti jólamarkaðurinn til í Þýskalandi. Snæddur verður kvöldverður á hótelinu fyrsta kvöldið, en auk þess verður farið út að borða á skemmtilegum veitingastað seinna í ferðinni, þar sem á boðstólnum verður ekta þýskur jólamatur með lifandi tónlist.
Fáar borgir eru jafn fallegar í jólafötunum og Berlín. Borgin er skrýdd yndislegu jólaskrauti, ljósum og alls staðar er minnt á komu jólanna. Jólatónleikar eru um alla borg í kirkjum, konserthúsum og Berlínar Philharmoníunni. Elsta jólahefð í heimi, jólamarkaðirnir eru víða með sinn jólavarning, jólavín (Gluhwein) og hunangskökur.
Þetta eru ferðir sem enginn má missa af!
Verð: 147.800 kr. á mann í tvíbýli en aukagjald fyrir einbýli er kr. 32.500 – (7.500 kr. bætast við ef farþegi er utanfélagsmaður).
Innifalið í verði er flug með sköttum, 20 kg taska, akstur til og frá flugvelli, gisting á 4*hóteli í 4 nætur á einum besta stað í Berlín með morgunverði. Skoðunarferð um borgina í 4 klukkustundir, gönguferð um slóðir Stasi og kalda stríðsins sem og helfararinnar. Kvöldverður á hóteli fyrsta kvöldið og jólakvöldverður á skemmtilegum stað með lifandi tónlist. Íslensk fararstjórn.
Ekki innifalið og valkvætt: Heilsdagsferð til Dresden
Athugið :
Félagið áskilur sér rétt til að fella niður einstakar ferðir vegna veðurs, ónógrar þátttöku eða af öðrum ástæðum.
Verð geta breyst m.v. breyttar forsendur þegar líða tekur á sumarið.