UtanlaNdsferðir

Hinar einu og sönnu FEB-utanlandsferðir árið 2023

Færeyjar – söguferðir í maí 
Í framhaldi af fornsagnanámskeiðunum haustið 2022 verða farnar tvær fimm daga vorferðir til Færeyja í maí 2023, en í þessar ferðir eru allir áhugasamir velkomnir.

Fararstjóri:         Baldur Hafstað og Hjálmar Waag Árnason
Lengd ferðar:    4 nátta ferð
Dagsetningar:   Ferð 1:   8. – 12. maí
                                   Ferð 2:  15. – 19. maí

Um er að ræða tvær eins söguferðir með mismunandi dagsetningum þar sem gist verður  í fjórar nætur á Hótel Hafnia í miðbæ Þórshafnar. Í Færeyjum verður farið á valda sögustaði sem tengjast Færeyinga sögu. Meðal annars verður ekið um Straumsey, yfir á Austurey, til Klaksvíkur og farin verður dagsferð til Sandeyjar. Mjög spennandi ferð í vændum!

Verð: 205.000 kr. á mann í tvíbýli en 225.000 kr. ef gist er í einbýli – (7.500 kr. bætast við ef farþegi er utanfélagsmaður).

Innifalið í verði er: flug með sköttum til og frá Færeyjum með Atlantic Airways, rúta í Færeyjum, leiðsögn, gisting í fjórar nætur á Hótel Hafnia, aðgangseyrir á ýmis söfn, bjórsmökkun á degi 2, ferja til Sandeyjar á degi 4, kvöldverður á degi 1, 2 og 3, morgunverður og hádegisverður á degi 2-4.

Varsjá dagana 21.- 25. júní
Í júní ætla FEB-ferðir í samvinnu við Betri ferðir að bjóða upp á einstaklega skemmtilega, fróðlega og spennandi fimm daga ferð til Varsjár.  Vinsældir Varsjár hafa aukist enda borgin glæsileg, hreinleg, með áhugaverða sögu, ódýrar verslanir, söfn og merkilegar byggingar og mörg afbragðs veitingahús á alþjóðlegan mælikvarða.

Meðal annars verður farið í mjög spennandi og fróðlega gönguferð um elsta hluta borgarinnar þar sem helstu byggingar og kennileiti eru skoðuð og farið yfir sögu og hremmingar, sem borgin hefur farið í gegnum. Einnig verður farið í Lazienki garðinn á útitónleika þar sem spiluð verða verk eftir Chopin, þjóðartónskáld Pólverja og margt annað áhugavert gert.

Fararstjóri:         Lilja Hilmarsdóttir hjá Betri ferðum
Lengd ferðar:    4 nátta ferð
Dagsetningar:   21. – 25. júní
Verð: 159.500 kr. á mann í tvíbýli en 208.700 kr. ef gist er í einbýli – (7.500 kr. bætast við ef farþegi er utanfélagsmaður).

Innifalið í pakkaverði: Flug með sköttum til og frá Varsjá með Wizzair, innritaður farangur (10kg á mann), lítill handfarangur sem passar undir sætið fyrir framan þig (40x30x20 cm), akstur til og frá flugvelli í Varsjá, gisting á 4*hóteli í 4 nætur á einum besta stað í Varsjá með morgunverði, skoðunarferð um borgina í 4 klukkustundir, gönguferðir í nágrenni hótelsins og um elsta hluta borgarinnar, heimsókn í Lazienki garðinn og útitónleikar,Íslensk fararstjórn.
Ekki innifalið og valkvætt: Hádegis- og kvöldverðir, skoðunarferð til Praga á degi 4

Lissabon dagana 18. til 22. september 2023
FEB-ferðir í samvinnu við Betri ferðir bjóða upp á haustferð til Lissabon dagana 18. til 22. september 2023.  Lissabon er ein fallegasta borg Evrópu og býður uppá stórkostlegar byggingar, nýjar og gamlar, falleg torg og mikla sögu.

Flogið er með PLAY til Lissabon kl. 15:00 þann 18. september og gist á hotel Pestana CR 7,  sem er mjög fínt 4 stjarna hótel og gríðarlega vel staðsett í miðborginni. Næstu daga verður farið í göngu- og skoðunarferðir vítt og breitt um borgina og það markverðasta skoðað m.a. hið fræga Alfama hverfi.
Um kvöldið á öðrum degi fer hópurinn saman á FADO kvöld en Portúgal er heimsfrægt fyrir FADO tónlist sína og þar verður einnig snæddur kvöldverður. Um kvöldið á fjórða degi fer hópurinn saman að borða á fínum veitingastað en sá staður býður gestum að skoða bjórsafn sitt frítt.
Á fimmta og síðasta degi verður farið í skoðunarferð um yndislegt landslag Portugal, þar sem á vegi okkar verður strandbærinn Cascais og hið glæsilega hérað Sintra, þar sem konungar Portúgal byggðu hallir sínar og skoðum m.a. National Palace.  Förum líka á vestasta höfða meginlands Evrópu, Copa da Roca áður en við  endum út á flugvelli kl 19 og fljúgum heim.

Fararstjóri:         Lilja Hilmarsdóttir hjá Betri ferðum
Lengd ferðar:    4 nátta ferð
Dagsetningar:  18. til 22. september 2023
Verð: 167.800 kr. á mann í tvíbýli en 217.500 kr. ef gist er í einbýli – (7.500 kr. bætast við ef farþegi er utanfélagsmaður).

Innifalið í verði er: flug með PLAY með 1×20 kg tösku fyrir hvert herbergi + 1xhandfarangur pr mann (42x32x25 cm) eða bakpoka.  Gisting á 4* hóteli Pestana CR7 með morgunverði, akstur til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn.
Ekki innifalið í verði er: a) Skoðunarferð um borgina með Lilju Hilmarsdóttur og enskumælandi portúgölskum leiðsögumanni, b) FADO tónlistin og kvöldverður að hætti heimamanna, c) Sameiginlegur kvöldverður á fjórða degi í nágrenni hótelsins, d) Skoðunarferðin með Lilju Hilmarsdóttur og enskumælandi portúgölskum leiðsögumanni á lokadegi og aðgangur í National Palace. 

Bókanir fara fram í gegnum bókunarsíðuna klik.is eða með því að ýta HÉR og þarf að staðfest bókanir fyrir 1. júlí 2023.

Berlín – aðventuferðir fyrir jól 2023
Ákveðið hefur verið að endurtaka leikin frá fyrri árum og bjóða upp á hinar geysivinsælu FEB-aðventuferðir til Berlínar um mánaðarmótin nóv./des., í samvinnu við ferðaskrifstofuna Betri ferðir.

Fararstjóri:         Lilja Hilmarsdóttir hjá Betri ferðum
Lengd ferðar:    4 nátta ferð
Dagsetningar:   Ferð 1:   26. nóv. til 30. nóv.
                                   Ferð 2:  10. til 14. des.

Um er að ræða tvær eins aðventuferðir með mismunandi dagsetningum þar sem gist verður á Park Inn á Alexanderplatz en á torginu er fallegur jólamarkaður. Í ferðunum er boðið upp á skoðunarferð um Berlín á áhugaverða og markverða staði og gönguferð á slóðir Stasi og kalda stríðsins sem og helfararinnar og margt annað skemmtilegt, en nánari lýsing á því kemur síðar.  Að auki verður farið út að borða á skemmtilegum veitingastað  þar sem á boðstólnum verður ekta þýskur jólamatur með lifandi tónlist.

Fáar borgir eru jafn fallegar í jólafötunum og Berlín. Borgin er skrýdd yndislegu jólaskrauti, ljósum og alls staðar er minnt á komu jólanna. Jólatónleikar eru um alla borg í kirkjum, konserthúsum og Berlínar Philharmoníunni. Elsta jólahefð í heimi, jólamarkaðirnir eru víða með sinn jólavarning, jólavín (Gluhwein) og hunangskökur.

Þetta eru ferðir sem enginn má missa af!

Verð: 171.000 kr. á mann í tvíbýli en 209.000 kr. ef gist er í einbýli – (7.500 kr. bætast við ef farþegi er utanfélagsmaður).

Bókanir fara fram í gegnum bókunarsíðuna klik.is eða með því að ýta HÉR

Upplýsingar um skráningar í ferðirnar, ef annað kemur ekki fram hér á síðunni, eru veittar á skrifstofu FEB, í gegnum síma 588 2111 eða með því að senda póst á netfangið feb@feb.is          

Athugið :
Félagið áskilur sér rétt til að fella niður einstakar ferðir vegna veðurs, ónógrar þátttöku eða af öðrum ástæðum.
Verð geta breyst m.v. breyttar forsendur.