tónlist

Söngfélag FEB
Undanfarin ár hefur kór Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni starfað að miklum krafti. Í kórnum eru liðlega 50 kórfélagar og hefur hann verið að koma fram á ýmsum stöðum við mikinn fögnuð áheyrenda.
Formaður: Gísli Jónatansson.
Æfingar: Einu sinni í viku á miðvikudögum kl. 16:30
Kórstjóri: Kristín Jóhannesdóttir

Dansleikir
Á sunnudagskvöldum kl. 20:00 nær allt árið um kring eru danskleikir hér í Stangarhylnum, þar sem hljómsveit hússins sér um að leika fyrir dansi og skemmta fólki. Þessir dansleikir hafa verið afar vinsælir um langt árabil og eru opnir öllum.