tónlist

Söngfélag FEB
Undanfarin ár hefur kór Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni starfað að miklum krafti. Í kórnum eru liðlega 50 kórfélagar og hefur hann verið að koma fram á ýmsum stöðum við mikinn fögnuð áheyrenda.
Formaður: Gísli Jónatansson.
Æfingar: Einu sinni í viku á miðvikudögum kl. 16:30
Kórstjóri: Kristín Jóhannesdóttir

Dansleikir
Á sunnudagskvöldum kl. 20:00 nær allt árið um kring hafa verið haldnir dansleikir hér í Stangarhylnum, þar sem hljómsveit hússins hefur séð um að leika fyrir dansi og skemmta fólki. Nú hefur verið ákveðið að hafa dansleikina annan hvern sunnudag og er dansleikurinn sunnudaginn 20. júlí sá síðasti fyrir sumarfrí. Nánar verður auglýst síðar hvenær dansleikirnir hefjast aftur að nýju haustið 2025.