Námskeið og klúbbar
Bókmenntahópur FEB
Boðið er upp á námskeið í ýmsum sögum.
Á vorönn 2025 hittist bókmenntahópurinn fjórum sinnum; 22. janúar, 19. mars, 30. april og 21. maí.
Við byrjum á því þann 22. janúar að lesa bók Halldórs Laxness um Álfgrím litla sem ólst upp í Brekkukoti við Tjörnina í Reykjavík í skjóli „ömmu sinnar og afa“ á fyrstu áratugum 20. aldarinnar. Bókin hyllir hina nægjusömu og prúðu lífssýn og naumhyggju sem einkenndi bændakynslóðirnar sem lögðu leið sína til þorpsins sem átti eftir að verða að höfuðstaður Íslands.
Tvíburaturnarnir í íslenskum bókmennum á fyrri hluta 19. aldarinnar voru Halldór Laxness og Þórbergur Þórðarsson. Við lesum eina bók eftir hvorn og berum þær kannski saman. Seinni tvo tímana verða síðan teknar fyrir bækur eftir Jóhann Magnús Bjarnason og Sigríði Hagalín.
22. janúar
Halldór Laxness: Brekkukotsannáll
19. mars
Þórbergur Þórðarsson: Bréf til Láru, fjallar líka um fyrstu ár borgarmyndunarinnar, nýja hugmyndabaráttu og hugljómanir. Bókin hefur verið endurútgefin nýlega með skýringum.
30. apríl
Jóhann Magnús Bjarnason: Eiríkur Hansson. Áfram höldum við okkur við liðna tíð en nú færum við okkur milli heimsálfa og lesum sögu eftir Jóhann Magnús Bjarnason sem var barnungur í hópi vesturfaranna sem flýðu fátækt og hörð lífsskilyrði Íslands og fluttu til Vesturheims um aldamótin 1900. Sagan af ævi Jóhanns Magnúsar er mjög merkileg og bækur hans líka. Ritsafn hans þ.á.m. sagan af Eiríki Hansen er til í öllum bókasöfnum á höfuðborgarsvæðinu, það við best vitum.
21. maí
Sigríður Hagalín: Deus. Við endum svo á nýlegri (2023) lítilli bók eftir Sigríði Hagalín sem ber nafnið Deus afar áhugaverð saga af borgarbúum sem eiga sér engan samastað í borginni.
Leiðbeinandi: Dagný Kristjánsdóttir, prófessor emeritus í íslenskum nútímabókmenntum við Háskóla Íslands
Uppbygging námskeiðs: Fjögur skipti á miðvikudögum kl. 13:00-15:00
Verð: 10.500 kr.
Íslendingasögur
Fornsagnanámskeið þar sem teknar eru fyrir mismunandi Íslendinga- og/eða fornaldarsögur.
Á vorönn 2025 er Landnáma (Landnámabók) á dagskrá ásamt hinni stuttu og skorinorðu Íslendingabók Ara fróða, en önnin hefst föstudaginn 17. janúar 2025.
Íslendingabók má nálgast á slóðinni https://is.wikisource.org/wiki/%C3%8Dslendingab%C3%B3k
Landnámu má finna á slóðinni https://sagamap.hi.is/is/#
Þetta tvennt dugar þátttakendum. Margir vilja hins vegar hafa textann á blaði, og þá er bara að fara á bókasöfnin og fornbókasölurnar. Útgáfa Hins íslenska fornritafélgs frá 1968 í umsjón Jakobs Benediktssonar geymir bæði Íslendingabók og Landnámu. Þar er afar vandaður formáli og góðar skýringar neðanmáls.
Voanst er eftir skemmtilegu námskeiði þar sem treyst er á að þátttakendur leggi gott til málanna enda vitað að þeir búa yfir miklum fróðleik um svo margt sem tengist þessu efni (fornleifar, jarðfræði, eldgos, örnefni, veðurfar o.s.frv.)
Leiðbeinandi: Baldur Hafstað
Uppbygging námskeiðs: Einu sinni í viku á föstudögum í 10 vikur hvert námskeið. Hóparnir verða tveir, sá fyrri kl. 10–12 (einnig í boði í gegnum fjarfundarbúnaðinn ZOOM) og sá seinni kl. 12:30–14:30.
Vorönn 2025 hefst föstudaginn 17. janúar 2025.
Verð: 22.500 kr.
Matarklúbbur FEB fyrir karlmenn 60+
Langar þig í matarklúbb með öðrum körlum?
Langar þig að læra að elda einfaldan mat?
Hefur þú lítið stuðningsnet og/eða ert óvanur að elda?
Eða langar þig bara að koma og vera með?
Þú þarft ekki að hafa reynslu af matseld til að taka þátt, bara að langa til að elda og/eða að læra að elda og að borða í góðum félagsskap.
Leiðbeinandi: Er i vinnslu.
Uppbygging námskeiðs: Einu sinni í viku í nokkrar vikur hvert námskeið. Í vinnslu er hvenær námskeiðið byrjar
Verð: kemur síðar
Myndlistarnámskeið
Á vorönn 2025 bjóðum við upp á framhaldsnámskeið í myndlist ætlað þeim sem lokið hafa myndlistarnámskeiði fyrir byrjendur hjá FEB.
Megináhersla verður lögð á litafræði, litablöndun og málun með akríllitum. Námskeiðið nýtist einnig þeim sem vilja vinna með olíuliti eða vatnsliti, en á námskeiðinu verða notaðir akríllitir. Teikning og skissugerð með blýanti og vatnslitum er einnig mikilvægur þáttur í námskeiðinu. Rýnt verður í verk allmargra listmálara, eldri og yngri, auk þess sem gert er ráð fyrir líflegum skoðanaskiptum innan hópsins þegar tilefni gefast til.
Mikilvægt er að fólk mæti í alla tíma, vegna þess hvernig námskeiðið er skipulagt.
Kennari: Bjarni Daníelsson.
Uppbygging námskeiðs: Einu sinni í viku á mánudögum í 4 klst. í senn (frá kl. 13 – 17) í 7 vikur. Fyrsti tími á vorönn 2025 er mánudaginn 13. janúar.
Verð: 43.000 kr. (Auk þess er gert ráð fyrir efniskostnaði um 10.000 kr.)
Almennt námskeið í myndlist fyrir byrjendur er á stefnuskrá aftur haustið 2025.
Skákfélagið Æsir
Teflt er einu sinni í viku nær alla mánuði ársins á þriðjudögum kl. 13:00. Mjög góður hópur iðkar taflmennsku hér hjá FEB og er klúbburinn virtur á meðal skákmanna.
Formaður: Garðar Guðmundsson
Spænskunámskeið (fyrir byrjendur og lengra komna)
Spænskukennsla þar sem farið er yfir framburð og nokkur undirstöðuatriði í málfræði. Aðaláherslan verður á talað mál og orðaforða. Námskeiðunum verður skipt upp í þrjá hópa:
– Spænska 1 er ætluð byrjendum
– Spænska 2 er ætluð þeim sem eitthvað eru komnir af stað
– Spænska 3 er ætluð þeim sem lengra eru komnir og því freistandi að hafa kennsluna að öllu leyti á spænsku – eða eins mikið á spænsku hægt er.
Leiðbeinandi: Kristinn R. Ólafsson
Uppbygging námskeiðs: tvisvar sinnum í viku í 6 vikur hvert námskeið. Fyrstu námskeiðin á vorönn 2025 hefjast mánudaginn 13. janúar 2025.
Verð: 24.000.