Námskeið og klúbbar

Bókmenntahópur
Boðið er upp á námskeið í ýmsum sögum. Höfundur viðkomandi verks er oft fenginn til að ræða verk sitt við hópinn.
Á vorönn 2022 fara fyrstu tveir tímarnir í að ræða sjálfsævisögu austurríska gyðingsins Stefáns Zweig, Veröld sem var. Sem viðfangsefni í mars er á áætlun að taka fyrir bók Böðvars Guðmundssonar, Enn er morgunn, sem er efnislega skemmtilegt framhald af Veröld sem var.
Leiðbeinandi: Jónína Guðmundsdóttir
Uppbygging námskeiðs: Þrjú skipti í senn, miðvikudagana 9. febrúar, 23. febrúar og 23. mars.
Verð: 3.500 kr.

Enskunámskeið (fyrir byrjendur og lengra komna)
Enskukennsla með áherslu á talað mál. Lagt er upp með að námið sé hagnýtt og að fólk nái að bjarga sér á spjalli við enskumælandi fólk, fremur en verið sé að læra flókna málfræði. Námsgögn innifalin í verði.
Leiðbeinandi: Margrét Sölvadóttir
Uppbygging námskeiðs: tvisvar sinnum í viku í 4 vikur hvert námskeið.
Verð: 14.000 kr.

Íslendingasögur
Fornsagnanámskeið þar sem teknar eru fyrir mismunandi Íslendinga- og/eða fornaldarsögur.
Á vorönn 2022 verður farið yfir Grettis sögu, sem sögð er vera  „kliðmjúk“ og mögnuð kynngi. Margir þekkja Grettis sögu mjög vel, en reynslan segir að hún verði ný í hvert sinn sem hún er lesin. Um höfundinn er ekkert hægt að fullyrða, en af síðasta kafla sögunnar má sjá að sjálfur Sturla Þórðarson hefur komið að ritun hennar á einhvern hátt; kannski hefur hann skrifað frumgerð hennar.
Leiðbeinandi: Baldur Hafstað
Uppbygging námskeiðs: Einu sinni í viku í 10 vikur hvert námskeið. Hóparnir verða tveir, sá fyrri kl. 10–12 (einnig í boði í gegnum fjarfundarbúnaðinn ZOOM) og sá seinni kl. 12:30–14:30. Vorönn hefst 28. janúar.
Verð: 20.000 kr.

Ljóðahópur
Þar leiðir Jónína hópinn og velur efni í samstarfi við aðra þátttakendur.
Leiðbeinandi: Jónína Guðmundsdóttir
Uppbygging námskeiðs: Fyrsta og þriðja fimmtudag í hverjum mánuði í þrjá mánuði í senn.

Skákfélagið Æsir
Teflt er einu sinni í viku nær alla mánuði ársins á þriðjudögum kl. 13:00. Mjög góður hópur iðkar taflmennsku hér hjá FEB og er klúbburinn virtur á meðal skákmanna.
Formaður: Garðar Guðmundsson

Spænskunámskeið (fyrir byrjendur og lengra komna)
Spænskukennsla þar sem farið er yfir framburð og nokkur undirstöðuatriði í málfræði. Aðaláherslan verður á talað mál og orðaforða. Námskeiðunum verður skipt upp í þrjá hópa:
– Spænska 1 er ætluð byrjendum
– Spænska 2 er ætluð þeim sem eitthvað eru komnir af stað
– Spænska 3 er ætluð þeim sem lengra eru komnir og því freistandi að hafa kennsluna að öllu leyti á spænsku – eða eins mikið á spænsku hægt er.
Leiðbeinandi: Kristinn R. Ólafsson
Uppbygging námskeiðs: tvisvar sinnum í viku í 5 vikur hvert námskeið.
Verð: 20.000 kr.
Tímasetning: Námskeiðin hefjast 10. janúar 2022.