Námskeið og klúbbar

Bókmenntahópur
Boðið er upp á námskeið í ýmsum sögum. Höfundur viðkomandi verks er oft fenginn til að ræða verk sitt við hópinn.
Haustið 2021 er áætlað að lesa trílógíu Sigurðar Pálssonar: Bernskubók, Minnisbók og Táningabók. Í þessum bókum fjallar skáldið um endurminningar sínar frá bernsku til ungdómsára á sérlega hrífandi hátt
Leiðbeinandi: Jónína Guðmundsdóttir
Uppbygging námskeiðs: Þrjú skipti í senn, síðasta fimmtudag hvers mánaðar. Nú á haustönn eru það dagarnir: 30. sept., 28. okt. og 25. nóv. kl. 12:30 – 14:30.
Verð: 3.500 kr.

Enskunámskeið (fyrir byrjendur og lengra komna)
Enskukennsla með áherslu á talað mál. Lagt er upp með að námið sé hagnýtt og að fólk nái að bjarga sér á spjalli við enskumælandi fólk, fremur en verið sé að læra flókna málfræði. Námsgögn innifalin í verði.
Leiðbeinandi: Margrét Sölvadóttir
Uppbygging námskeiðs: tvisvar sinnum í viku í 4 vikur hvert námskeið. Fyrsta námskeiðið hefst mánudaginn 13. september.
Verð: 12.000 kr.

Íslendingasögur
Fornsagnanámskeið þar sem teknar eru fyrir mismunandi Íslendinga- og/eða fornaldarsögur.
Á haustönn 2021 verður tekin fyrir stutt Íslendingasaga „Bandamanna saga“, bráðskemmtileg frásögn af ólíkum feðgum í Miðfirði sem um miðja 11. öld komust í krappan dans og síðan valdir kaflar úr Sturlungu.
Efni vorannar 2022 kemur síðar.
Leiðbeinandi: Baldur Hafstað
Uppbygging námskeiðs: Einu sinni í viku í 10 vikur hvert námskeið. Haustönnin hefst föstudaginn 17. september.
Verð: 20.000 kr.

Ljóðahópur
Þar leiðir Jónína hópinn og velur efni í samstarfi við aðra þátttakendur.
Leiðbeinandi: Jónína Guðmundsdóttir
Uppbygging námskeiðs: Fyrsta og þriðja fimmtudag í hverjum mánuði í þrjá mánuði í senn.

Skákfélagið Æsir
Teflt er einu sinni í viku nær alla mánuði ársins á þriðjudögum kl. 13:00. Mjög góður hópur iðkar taflmennsku hér hjá FEB og er klúbburinn virtur á meðal skákmanna.
Formaður: Garðar Guðmundsson

Spánn: Tungumál og menning
Fjögurrra daga námskeið (gist 3 nætur) sem haldið verður á Bifröst og í samvinnu við skólann þar. Þema námskeiðsins kemur fram í heitinu sem er: Spánn – tungumál og menning, en einnig kemur inn kennsla um heilaheilsu og þjálfun hugans. Dagskráin verður síðan brotin upp með hópefli og göngutúrum í umhverfi Bifrastar. Margrét Jónsdóttir Njarðvík rektor Háskólans á Bifröst verður með kennsluna um spænska menningu og sögu en hún er með doktorspróf í spænsku máli og bókmenntum. Iðunn Leósdóttir mun sjá um spænskukennsluna, en hún kenndi spænsku í MR til fjölda ára og Dr. Ólína Viðarsdóttir mun sjá um kennslu um heilaheilsu og þjálfun hugans. Hún er sálfræðingur og með doktorspróf í líf- og læknavísindum.
Þarna er fléttað saman, að njóta fjarri heimabyggð, kennslu, fegurð umhverfisins og hreyfingu. Einkar áhugavert námskeið og ný nálgun.
Dagssetning: 18.-21. október
Verð 86.000 á mann m.v. gistingu í 2 manna herbergi og fullt fæði. 10.000 krónur bætast við ef gist er í einbýli

Spænskunámskeið (fyrir byrjendur og lengra komna)
Spænskukennsla þar sem stuttlega verður farið yfir framburð og nokkur undirstöðuatriði í málfræði. Aðaláherslan verður á talað mál og orðaforða.
Leiðbeinandi: Kristinn R. Ólafsson
Uppbygging námskeiðs: tvisvar sinnum í viku í 5 vikur hvert námskeið.
Verð: 19.000 kr.
Tímasetning: Námskeiðin munu hefjast aftur í janúar 2022.