Hreyfing
Zumba Gold (fyrir byrjendur og lengra komna)
Dans og leikfimi sem notar svipaða uppbyggingu og Zumba Fitness, en breytir danssporunum og lækkar hraðann, sem hentar betur dönsurum sem eru 60 ára og eldri. Fólk getur tekið því rólega með Zumba Gold og skemmt sér konunglega í leiðinni. Fólk öðlast betri líkamsstöðu og meiri úthald. Tónlistin er jafn skemmtileg og í Zumba Fitness. Í Zumba Gold hjá Tönyu lærir fólk öll grunnsporin og samhæfingu í dansinum. Fólk lærir Salsa, Merengue, Reggaeton, Cumbia, Disco, magadans, Bollywood, Reggae, Cha-cha-cha og fl. Kerfin henta jafnt konum sem körlum.
Leiðbeinandi: Tanya Svavarsdóttir.
Uppbygging námskeiðs: Tvisvar sinnum í viku á þriðju- og fimmtud. kl. 9:30-10:30 í 18 vikur á vorönn 2025. Fyrsti tíminn er þriðjudaginn 14. janúar 2025. Hægt er að kaupa hálft námskeið þ.e. fyrstu 9 eða seinni 9 vikurnar.
Verð: 45.000 fyrir 18 vikur (23.000 fyrir 9 vikur)
Sterk og liðug
Námskeið sem Tanya hefur þróað frá grunni og er ætlað dömum og herrum eldri en 60 ára, sem geta ekki lengur stundað hefðbundna líkamsrækt. Allir tímarnir eru sérsniðnir að þörfum þátttakenda. Þeir byrja á léttri upphitun og við tekur einföld leikfimi til að örva blóðrásina. Eftir það eru gerðar léttar rólegar styrkjandi æfingar í því markmiði að rétta úr bakinu, bæta líkamsstöðu og minnka verki í baki, hnjám og mjöðmum. Í tímunum eru notaðir lítlir Pilates boltar, teygjur með handföngum og létt handlóð.
Leiðbeinandi: Tanya Svavarsdóttir.
Uppbygging námskeiðs: Tvisvar sinnum í viku á þriðju- og fimmtud. kl. 10:30-11:15 í 18 vikur á vorönn 2025. Fyrsti tíminn er þriðjudaginn 14. janúar 2025. Hægt er að kaupa hálft námskeið þ.e. fyrstu 9 eða seinni 9 vikurnar.
Verð: 43.000 fyrir 18 vikur (22.000 fyrir 9 vikur)
Gönguhrólfar
Frá sept. og út maí fer vaskur hópur félagsmanna í gönguferðir frá Stangarhylnum á miðvikudagsmorgnum kl. 10:00. Um er að ræða mismunandi langar gönguferðir, fer eftir veðri og aðstæðum. Að göngu lokinni er komið við í sal FEB, sest niður og spjallað yfir kaffi og rúnstykki. Allir velkomnir.
Dansleikir
Á sunnudagskvöldum kl. 20:00 nær allt árið um kring eru danskleikir hér í Stangarhylnum, þar sem hljómsveit hússins sér um að leika fyrir dansi og skemmta fólki. Þessir dansleikir hafa verið afar vinsælir um langt árabil og eru opnir öllum.