Fræðslufundir

Yfirlit yfir áhugaverða fræðslufundi árið 2025

Námskeið um gervigreindina ChatGPT

Vilt þú kynnast gervigreindinni ChatGPT?

FEB hefur fengið til sín Stefán Atla Rúnarsson, sem er mikill áhugamaður um gervigreind, til að vera með hagnýtt og aðgengilegt byrjendanámskeið um helstu möguleika gervigreindarinnar ChatGPT.  Fyrsta námskeiðið var haldið þann 1. okt. en vegna mikillar eftirspurnar var ákveðið að endurtaka námskeiðið  dagana  6. okt., 9. okt., 13. okt . og 29. okt. Um tveggja tíma námskeið er að ræða þar sem farið er yfir grunnin í ChatGPT og ýmis atriði sem geta hjálpað til við að spara tíma í daglegu lífi. Einnig er farið yfir það hvernig hægt er að nýta  ChatGPT sér til gamans eða í eigin verkefnum.

Helstu viðfangsefni námskeiðsins eru:

    • Hvað er ChatGPT?
    • Hvernig virkar það?
    • Hvernig á að nota það?
    • Hvað ber að varast?

Stefán Atli er viðskiptafræðingur að mennt, sérfræðingur í markaðsmálum og mikill áhugamaður um gervigreind og hefur haldið námskeið í gervigreind fyrir hátt í 400 manns frá því í mars á þessu ári, þ.e. áður en hann hélt námskeiðið fyrir félagsmenn FEB.

Verð: 2.500 kr. (Ef þátttakandi er utanfélagsmaður er verðið 3.500 kr.)
Staðsetning: Salur FEB í Stangarhyl 4
Vertu óhrædd/ur og taktu þátt, því um mjög áhugavert viðfangsefni er að ræða.
Skráning fer fram á skrifstofu FEB, í gegnum síma 588 2111 (sími er opinn frá kl. 10:00-14:00 alla virka daga) eða með því að senda tölvupóst á netfangið feb@feb.is

 

Fræðslufundur um Netöryggismál

Landsbankinn og FEB bjóða félagsmönnum FEB á fræðslufund um netöryggismál miðvikudaginn 27. ágúst kl. 10:00 í sal FEB, Stangarhyl 4. Gert er ráð fyrir að fundurinn standi yfir í u.þ.b. klukkustund.

Alltof oft flytja fjölmiðlar okkur þær fréttir að óprúttnir aðilar hafi af fólki og fyrirtækjum stórar peningaupphæðir í gegnum ýmis forrit eða með öðrum leiðum. Á sama tíma aukast kröfurnar á rafrænum samskiptum á milli almennings og fyrirtækja/þjónustuaðila. Eldra fólk þarf því að tileinka sér rafræn samskipti með tryggum hætti og er fundinum ætlað að hjálpa til við það.

Á fundinum mun Brynja María Ólafsdóttir, sérfræðingur í Regluvörslu Landsbankans, fara yfir helstu tegundir netsvika og hvers konar netsvik eru áberandi í dag. Þá fer hún vel yfir hvernig sé best að fyrirbyggja slík svik.

Frítt er inn fyrir félagsmenn en forskráning er nauðsynleg. Skráning fer fram á skrifstofu FEB, í gegnum netfangið feb@feb.is eða í gegnum síma 588 2111. Mikilvægt er að skrá sig sem allra fyrst eða í síðasta lagi 25. ágúst.

Boðið verður upp á kaffi og kleinur.

 

Fræðslufundur um Netöryggismál

Landsbankinn og FEB bjóða félagsmönnum FEB á fræðslufund um netöryggismál miðvikudaginn 4. júní kl. 10:00 í sal FEB, Stangarhyl 4. Gert er ráð fyrir að fundurinn standi yfir í u.þ.b. klukkustund.

Alltof oft flytja fjölmiðlar okkur þær fréttir að óprúttnir aðilar hafi af fólki og fyrirtækjum stórar peningaupphæðir í gegnum ýmis forrit eða með öðrum leiðum. Á sama tíma aukast kröfurnar á rafrænum samskiptum á milli almennings og fyrirtækja/þjónustuaðila. Eldra fólk þarf því að tileinka sér rafræn samskipti með tryggum hætti og er fundinum ætlað að hjálpa til við það.

Á fundinum mun Brynja María Ólafsdóttir, sérfræðingur í Regluvörslu Landsbankans, fara yfir helstu tegundir netsvika og hvers konar netsvik eru áberandi í dag. Þá fer hún vel yfir hvernig sé best að fyrirbyggja slík svik.

Frítt er inn fyrir félagsmenn en forskráning er nauðsynleg. Skráning fer fram á skrifstofu FEB, í gegnum netfangið feb@feb.is eða í gegnum síma 588 2111. Mikilvægt er að skrá sig sem allra fyrst eða í síðasta lagi 2. júní.

Boðið verður upp á kaffi og kleinur.

 

Lífeyrismál, starfslok og TR

Vegna mikillar eftirspurnar ætlar FEB að endurtaka leikinn og bjóða félagsmönnum upp á þriðju kynninguna með Birni Berg Gunnarssyni um lífeyrismál. Næsta kynning verður haldin mánudaginn 17. mars nk. kl. 18:00 í sal félagsins í Stangarhyl 4. Með þessari tímasetningu er FEB að reyna að koma á móts við þá félagsmenn sem enn eru á vinnumarkaðinum og eiga hægara um vik að mæta seinni part dags frekar en á miðjum virkum degi.

Við viljum öll hafa það gott fjárhagslega. Til að svo megi vera á lífeyrisaldri reynir á að teknar séu réttar ákvarðanir þegar lífeyrir er sóttur, mikilvægt er að þekkja helstu kerfi og fylgjast með þeim breytingum sem gerðar eru. Lífeyristöku þarf að sníða að stöðu og smekk hvers og eins og þar sem um mikil verðmæti er að ræða borgar sig að vanda vel til verka.
Björn Berg Gunnarsson er sjálfstæður fyrirlesari og fjármálaráðgjafi. Hann mun ræða helstu kima lífeyriskerfisins með skýrum og einföldum hætti. Meðal þess sem rætt verður um er taka lífeyris frá lífeyrissjóðum, séreignarsparnaður, skipting lífeyris og almannatryggingar.

Námskeiðið hentar jafnt þeim sem undirbúa sín starfslok sem og þeim sem þegar hafa hætt

Fyrirlesari: Björn Berg Gunnarsson
Uppbygging kynningarinnar og tími: Eitt skipti í 2 klst. mánudaginn 17. mars kl. 18:00 til 20:00
Verð: 2.500 kr. (Ef þátttakandi er utanfélagsmaður er verðið 3.500 kr.)
Staður: Salur FEB í Stangarhyl 4

Skráning og greiðsla fer fram í gegnum bókunarkerfið klik.is